Fjör Páll Óskar var gestur bingókvöldsins, en áhugi var umfram væntingar.
Fjör Páll Óskar var gestur bingókvöldsins, en áhugi var umfram væntingar.
Áhugi landsmanna var töluverður á bingókvöldi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 sem haldið var í gærkvöldi. „Langt umfram það sem nokkrum hefði dottið í hug,“ segir Siggi Gunnars, sem stýrði bingóinu í beinni á mbl.

Áhugi landsmanna var töluverður á bingókvöldi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 sem haldið var í gærkvöldi. „Langt umfram það sem nokkrum hefði dottið í hug,“ segir Siggi Gunnars, sem stýrði bingóinu í beinni á mbl.is, og bendir á að um 84 þúsund heimsóknir hafi verið á bingósíðuna.

Fleiri vinningar næst

Þessi mikla bingógleði þjóðarinnar var svo mikið umfram væntingar að á tímabili stóðu netþjónar ekki undir álaginu segir Siggi og heitir því að þegar bingóið fer aftur í loftið næsta fimmtudag verði búið að tryggja enn öflugri tengingu með fleiri netþjónum, í stærri útsendingu og með enn þá fleiri vinninga.

„Það er greinilega mikil bingógleði hjá landanum og við sem stöndum að þessu erum ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar sem fóru fram úr okkar björtustu vonum.“