Hættur Andrés Már á að baki 243 meistaraflokksleiki með Fylki.
Hættur Andrés Már á að baki 243 meistaraflokksleiki með Fylki. — Morgunblaðið/Ómar
Andrés Már Jóhannesson, leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Andrés Már Jóhannesson, leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Andrés, sem er 31 árs gamall, er uppalinn hjá Fylki í Árbænum og hefur leikið með félaginu allan sinn feril, að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann lék með Haugesund í Noregi. Andrés á að baki 191 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað 15 mörk. Þá lék hann einn A-landsleik fyrir Ísland gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2016.