Siggi Gunnars lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólinu hans var stolið um helgina. Sem betur fer fann lögreglan hjólið fljótt og örugglega og fékk Siggi það aftur í hendurnar samdægurs.
Siggi Gunnars lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólinu hans var stolið um helgina. Sem betur fer fann lögreglan hjólið fljótt og örugglega og fékk Siggi það aftur í hendurnar samdægurs. Meðan á leitinni stóð var Sigga bent á facebookhóp þar sem hægt er að auglýsa eftir stolnum eða týndum hjólum. Inni á þeim hópi er Bjartmar Leósson sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn. Ástæðan fyrir viðurnefninu er að Bjartmar hefur gert það að markmiði sínu að finna stolin hjól og koma þeim til eigenda sinna. Viðtal við Bjartmar má finna á K100.is.