Jómfrúin Smurbrauð afhent og bjór með að gjöf.
Jómfrúin Smurbrauð afhent og bjór með að gjöf. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brynjólfur Óli Árnason, veitingastjóri Jómfrúarinnar, afhendir Kristínu Jónu Einarsdóttur smurbrauð og jólabjór. Með bros á vör, verður maður að ímynda sér.
Brynjólfur Óli Árnason, veitingastjóri Jómfrúarinnar, afhendir Kristínu Jónu Einarsdóttur smurbrauð og jólabjór. Með bros á vör, verður maður að ímynda sér. Staðurinn er fyrir löngu orðinn að stofnun í íslensku samfélagi og því segir eigandi staðarins að Jómfrúnni renni blóðið til skyldunnar að gera gott við landann á erfiðum tímum. „Við höfum síðustu ár verið í samstarfi við Ölgerðina um að kynna jólabjórinn á markað í aðdraganda hátíðanna [og] erum í rauninni að hvetja fólk til að eiga sína Jómfrúar-stund heima,“ segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar.