Aðdáun Gestir í Tate Modern í London virða fyrir sér verk eftir suðurafríska listamanninn Zanele Muholi úr myndaröðinni Somnyama Ngonyama.
Aðdáun Gestir í Tate Modern í London virða fyrir sér verk eftir suðurafríska listamanninn Zanele Muholi úr myndaröðinni Somnyama Ngonyama. — AFP
Verk suðurafrísku myndlistarkonunnar Zanele Muholi hafa vakið mikla athygli í listheiminum á síðustu árum, meðal annars á aðalsýningu síðasta Feneyjatvíærings.

Verk suðurafrísku myndlistarkonunnar Zanele Muholi hafa vakið mikla athygli í listheiminum á síðustu árum, meðal annars á aðalsýningu síðasta Feneyjatvíærings. Muholi vinnur með svarthvítar ljósmyndir, sem sýna hana sjálfa í ýmsum og ólíkum aðstæðum, og eru iðulega sýndar í yfirstærðum.

Stór sýning á verkum Zanele Muholi frá síðustu árum verður opnuð í dag í Tate Modern-safninu í London. Mörg verkanna eru úr myndröð sem Muholi vinnur enn að og verkin fjalla um líf svartra lesbía og hinsegin fólks í Suður-Afríku í dag.