— Morgunblaðið/Eggert
Hvernig virkar þetta bingó hjá K100? Þessu er streymt í gegnum mbl.is. Fólk fer inn á mbl.is/bingo og þar getur það náð sér í spjöld en ná má í að hámarki þrjú spjöld. Þetta er mega auðvelt.
Hvernig virkar þetta bingó hjá K100?

Þessu er streymt í gegnum mbl.is. Fólk fer inn á mbl.is/bingo og þar getur það náð sér í spjöld en ná má í að hámarki þrjú spjöld. Þetta er mega auðvelt. Við mælum með að fólk varpi þessi upp á skjá og noti svo símann til að spila. Það geta allir spilað bingó og þetta er frábær fjölskylduskemmtun.

Er hægt að svindla?

Nei, það er mjög erfitt að svindla í bingói. Svo er Siggi líka grjótharður bingóstjóri og það kemst enginn upp með neitt múður hjá honum. Á bak við hann er svo heilt teymi af fólki sem fylgist með tæknimálum.

Hvað ert þú að gera þarna?

Ég fékk það góða hlutverk að hoppa og skoppa með vinningana, sýna þá. Það er mikið hlegið í þessum tökum og misgáfulegt það sem kemur upp úr mér. Eru flottir vinningar?

Það eru geggjaðir vinningar! Kalt mat. Þetta er metnaðarfullur dagskrárliður og flottir samstarfsaðilar sem gefa fallega vinninga. Það vill enginn hætta að spila því stærsti vinningurinn er í lokin.

Er þátttakan góð?

Já, það hafa mörg þúsund manns um allt land spilað með. Síðast voru um 84 þúsund! Svo margir að kerfið þoldi illa álagið, en því verður kippt í liðinn fyrir næsta bingókvöld. Bingógleði landsins var bara svo mikil!

Hvað ertu annars að brasa?

Ég er að stýra bingói! Bingóæði fer eins og stormsveipur um allt land. Ég er ekki að grínast; síminn sprakk og ég er bókuð í bingó út um allt.

Eva Ruza er skemmtikraftur. Hún kynnir vinninga á bingókvöldum K100 sem eru á fimmtudögum klukkan 19.00 í gegnum mbl.is/bingo. Einnig stýrir hún fjarskemmtunum af öllu tagi um allt land.