Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
Nýjar og áhugaverðar bækur fyrir börn og unglinga sem eru að koma út þessa dagana verða til umfjöllunar í „Fjölskyldustund á laugardögum“ í Bókasafni Kópavogs næstu laugardaga.

Nýjar og áhugaverðar bækur fyrir börn og unglinga sem eru að koma út þessa dagana verða til umfjöllunar í „Fjölskyldustund á laugardögum“ í Bókasafni Kópavogs næstu laugardaga. Guðrún Lára Pétursdóttir bókmenntafræðingur ræðir þá við höfunda nýútkominna bóka og þeir lesa úr verkum sínum og segja frá.

Viðburðirnir verða sendir út á facebooksíðum Menningarhúsanna í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs og verða einnig aðgengilegir eftir að útsendingu lýkur.

Til umfjöllunar í dag verður bókin Vertu þú! Litríkar sögur af fjölbreytileikanum eftir þær Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Höfundarnir lesa úr bók sinni og ræða við Guðrúnu Láru um fjölbreytileikann í allri sinni dýrð. Dagskráin hefst klukkan 13 í dag.