Elisabeth Moss kann vel við sig heima.
Elisabeth Moss kann vel við sig heima. — AFP
Hlédrægni Bandaríska leikkonan Elisabeth Moss kveðst sjá mikið af sjálfri sér í hrollvekjuhöfundinum Shirley Jackson, sem hún leikur í sinni nýjustu mynd, sem heitir einfaldlega Shirley.
Hlédrægni Bandaríska leikkonan Elisabeth Moss kveðst sjá mikið af sjálfri sér í hrollvekjuhöfundinum Shirley Jackson, sem hún leikur í sinni nýjustu mynd, sem heitir einfaldlega Shirley. Jackson, sem lést 1965, var með afbrigðum hlédræg og félagsfælin og forðaðist mannamót eins og heitan eldinn. Kostir sem kæmu sér vel í dag. „Ég er í grunninn einfari,“ segir Moss í samtali við breska blaðið The Independent. „Útgöngubannið kom sér vel fyrir mig enda á ég ekki í neinum vandræðum með að halda mig heima löngum stundum og kippi mér ekki upp við að hitta ekki fólk. Svo gat ég líka sökkt mér í vinnu.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Moss leikur persónu sem í raun var til en þó hefur komið fram að frjálslega er farið með staðreyndir í myndinni.