Danska ríkisstjórnin boðaði í gær harðar aðgerðir á Norður-Jótlandi til að tryggja að stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni, sem virðist hafa borist úr minkum í fólk, breiðist ekki út. Veiruafbrigðið hefur fundist í minkum á fimm minkabúum á svæðinu.

Danska ríkisstjórnin boðaði í gær harðar aðgerðir á Norður-Jótlandi til að tryggja að stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni, sem virðist hafa borist úr minkum í fólk, breiðist ekki út.

Veiruafbrigðið hefur fundist í minkum á fimm minkabúum á svæðinu. Er þegar byrjað að lóga dýrum þar. Öllum börum og veitingahúsum verður lokað í sjö sveitarfélögum á Jótlandi og íbúar eru hvattir til að fara ekki út fyrir mörk sinna sveitarfélaga. Fram kom í gær að lögregla mun fylgjast með umferð á svæðinu, einkum í kringum Álaborg.