Rokkari Ken Hensley samdi sum vinsælustu laga Uriah Heep á sínum tíma.
Rokkari Ken Hensley samdi sum vinsælustu laga Uriah Heep á sínum tíma. — Ljósmynd/Wikipedia
Ken Hensley, gítar- og hljómborðsleikari rokksveitarinnar Uriah Heep, sem naut mikill vinsælda á áttunda áratugnum, er látinn 75 ára að aldri.

Ken Hensley, gítar- og hljómborðsleikari rokksveitarinnar Uriah Heep, sem naut mikill vinsælda á áttunda áratugnum, er látinn 75 ára að aldri. Er hans meðal annrs minnst fyrir að hafa átt mikinn þátt í að gefa hljómborðinu mikilvægan sess í þungarokki þess tíma.

Hensley var höfundur margra af þekktustu laga Uriah Heep og félagi hans úr sveitinni, Mick Box, segir í minningarorðum að þau undirbyggi tónlistarlega arfleifð sem muni lifa í hjarta aðdáenda.

Hensley samdi til að mynda og söng eitt þekktasta lag Uriah Heep, „Lady in Black“ og hann samdi líka annan vinsælan slagara, „Easy Livin'“.

Það var árið 1969 sem Hensley gekk í hljómsveitina Spice sem breytti nafninu fljótlega eftir það í Uriah Heep. Hann lék með sveitinni allan áttunda áratuginn og á þeim tíma sendi hún frá sér 13 plötur. Hann hætti í Uriah Heep 1980.