Söngkonan Hera Björk og meðleikari hennar, Benni Sig., stjórna samsöng frá menningarhúsinu Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 14 og vegna samkomubannsins verður hann í streymi á fésbókarsíðu Hannesarholts.
Söngkonan Hera Björk og meðleikari hennar, Benni Sig., stjórna samsöng frá menningarhúsinu Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 14 og vegna samkomubannsins verður hann í streymi á fésbókarsíðu Hannesarholts. Hvetja þau alla til að taka undir í söngnum heima í stofu. Í Hannesarholti hefur undanfarin ár verið hlúð að sönghefðinni með því að bjóða upp á fjöldasöng í salnum Hljóðbergi tvisvar í mánuði, með ólíkum söngvurum. Hera Björk og Benni hyggjast syngja saman mörg sín eftirlætislög við dillandi harmónikkuleik.