Emmanuel Macron
Emmanuel Macron
Fréttamiðillinn Eurobserver segir frá því að í fyrra hafi 628.000 manns frá löndum utan Evrópusambandsins verið ólöglega innan sambandsins og þetta sé aukning um 10% frá fyrra ári.

Fréttamiðillinn Eurobserver segir frá því að í fyrra hafi 628.000 manns frá löndum utan Evrópusambandsins verið ólöglega innan sambandsins og þetta sé aukning um 10% frá fyrra ári.

Eftir hryðjuverkaöldu að undanförnu hafa ráðamenn lýst miklum áhyggjum af ástandinu og Macron forseti Frakklands hefur kallað eftir gagngerri endurskoðun á Schengen-samstarfinu. Hann vill herða eftirlit á ytri landamærum sambandsins en vill líka styrkja samstarf um innra eftirlit og öryggismál, en hefur ekki útskýrt nákvæmlega hvað í því ætti að felast.

Áhyggjur ráðamanna innan ESB eru eðlilegar enda hefur verið vakin athygli á því að hryðjuverkamaðurinn sem lét til skarar skríða í Vín hafi, þrátt fyrir að hafa hlotið dóm í Austurríki fyrir að skipuleggja hryðjuverk, getað ferðast til Slóvakíu til að reyna að kaupa skotfæri í AK-47-hríðskotariffil, sem virðist reyndar ekki hafa tekist, skotfærin fékk hann annars staðar.

Svipuð dæmi um ferðir hryðjuverkamanna yfir landamæri Schengen-svæðisins hafa komið upp og ljóst má vera að ekki þarf hátt hlutfall þeirra sem dvelja ólöglega innan svæðisins að hafa illt í huga til að illa geti farið.

Nú hlýtur að verða að vega og meta mögulegan ávinning af vegabréfalausum ferðum innan Schengen-svæðisins á móti hættunni af því að hryðjuverkamenn misnoti þetta fyrirkomulag til ódæðisverka.