Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom upp á alþjóðlegu ungmennamóti sem lauk fyrir skömmu í Uppsala í Svíþjóð. Sænski alþjóðlegi meistarinn Milton Pantzar (2.410) hafði svart gegn Ivönu Hrescak (2.237) frá Slóveníu. 69. ... fxe5! 70. Kxg5 h3 71. Rh5 h2 72. Rg3 Re4+!
Staðan kom upp á alþjóðlegu ungmennamóti sem lauk fyrir skömmu í Uppsala í Svíþjóð. Sænski alþjóðlegi meistarinn Milton Pantzar (2.410) hafði svart gegn Ivönu Hrescak (2.237) frá Slóveníu. 69. ... fxe5! 70. Kxg5 h3 71. Rh5 h2 72. Rg3 Re4+! og hvítur gafst upp enda taflið tapað eftir 73. Rxe4 h1=D. Um daginn fór Íslandsmótið í Fischerslembiskák fram á skákþjóninum chess.com. Fyrir lokaumferðina var alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson einn efstur á mótinu og fékk tækifæri til að fá unnið tafl gegn stórmeistaranum Braga Þorfinnssyni en hirti rangan hrók af andstæðingi sínum og tapaði skákinni skömmu síðar. Þessi úrslit þýddu að stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson varð einn efstur með 9 1/2 vinning af 11 mögulegum en Davíð kom næstur með 9 vinninga. Guðmundur Kjartansson lenti í þriðja sæti með 8 1/2 v.