Hjúkrunarheimili Aukinn kostnaður kom til vegna faraldursins.
Hjúkrunarheimili Aukinn kostnaður kom til vegna faraldursins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir fjárveitingu á fjáraukalögum til að koma til móts við hjúkrunarheimilin vegna aukins kostnaðar vegna kórónuveirufaraldursins.

Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir fjárveitingu á fjáraukalögum til að koma til móts við hjúkrunarheimilin vegna aukins kostnaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa haldið því fram að stjórnvöld ætli ekki að bæta þennan kostnað þótt stjórnvöld hafi gefið yfirlýsingar um annað, að sögn ráðuneytisins.

Sjúkratryggingar hafa óskað eftir gögnum um þennan kostnað frá hjúkrunarheimilunum. Stefnt er að uppgjöri þegar rekstrarniðurstöður ársins liggja betur fyrir. Þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir munu Sjúkratryggingar Íslands meta gögnin og afgreiða.