Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson — Skapti Hallgrímsson
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur ráðið Bjarna Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson til starfa sem þjálfara karlaliðs félagsins. Gera þeir tveggja ára samninga við Njarðvík og taka við af Mikael Nikulássyni sem var rekinn í vikunni.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur ráðið Bjarna Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson til starfa sem þjálfara karlaliðs félagsins.

Gera þeir tveggja ára samninga við Njarðvík og taka við af Mikael Nikulássyni sem var rekinn í vikunni. Víkurfréttir greindu fyrst frá. Bjarni hóf þjálfaraferilinn fyrir 35 árum sem spilandi aðstoðarþjálfari Þróttar í Neskaupstað og er hann því einn allra reynslumesti þjálfari landsins. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við Grindavík, Fylki, Breiðablik, ÍBV, Stjörnuna, KA og síðast Vestra, en hann kom Vestra upp úr 2. deild og upp í þá næstefstu á síðasta ári.

Hólmar Örn er töluvert reynsluminni þjálfari en hann hefur þjálfað Víði í 2. deildinni með Guðjóni Árna Antoníussyni síðustu tvö tímabil. Hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir fall Víðisliðsins niður í 3. deild.

Njarðvík hafnaði í fjórða sæti 2. deildarinnar í sumar og var þremur stigum frá öðru sæti, sem gefur þátttökurétt í 1. deild.