Meistari Arnór Ingvi gekk til liðs við Malmö frá Rapid Vín árið 2018.
Meistari Arnór Ingvi gekk til liðs við Malmö frá Rapid Vín árið 2018. — Ljósmynd/Malmö
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með liði sínu Malmö þegar liðið vann 4:0-heimasigur gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en ekkert lið getur náð Malmö að stigum.
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með liði sínu Malmö þegar liðið vann 4:0-heimasigur gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en ekkert lið getur náð Malmö að stigum. Arnór, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við félagið árið 2018 en hann hefur komið við sögu í 17 deildarleikjum á tímabilinu og skorað í þeim eitt mark. Þetta var 21. meistaratitill Malmö en félagið varð síðast meistari árið 2017.