Skóli Marta telur að bakvarðasveit gæti gagnast vegna álags í skólastarfi.
Skóli Marta telur að bakvarðasveit gæti gagnast vegna álags í skólastarfi. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðsflokks, mun á þriðjudag leggja fram tillögu í skóla- og frístundaráði um að sett verði á fót bakvarðasveit til þess að mæta forföllum í skólum á Covid-tímum.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðsflokks, mun á þriðjudag leggja fram tillögu í skóla- og frístundaráði um að sett verði á fót bakvarðasveit til þess að mæta forföllum í skólum á Covid-tímum. Nær hugmyndin til leik- og grunnskóla auk frístundaheimila. Hugmyndin er að fyrirmynd heilbrigðisstofnana og velferðarsviðs þar sem sambærilegt fyrirkomulag hefur verið við lýði upp á síðkastið. „Hugmyndin með þessu er að gera skólastarfið markvissara í borginni. Þetta yrði stuðningsnet til að geta tryggt órofið skólahald,“ segir hún. Marta segir að í bakvarðasveitinni gætu verið kennaranemar, kennaramenntaðir einstaklingar og einstaklingar sem eru í öðrum störfum í skólanum á borð við stuðningsfulltrúa svo dæmi séu tekin. „Þetta myndi þá spanna öll störf í skólastarfinu, ekki bara kennarastörfin,“ segir Marta.

Hugmyndin er að leitað verði til sveitarinnar ef Covid-smit koma upp. „Við höfum séð að það hefur þurft að loka skólum eða stórum hluta þeirra. Það er gríðarlega mikið álag í skólunum og sú sviðsmynd getur komið upp að fólk sé frá vegna álags. Því er mikilvægt á þessum tímum að leita allra leiða og lausna til að halda skólastarfi gangandi. Bæði fyrir velferð og menntun nemenda og einnig fyrir atvinnulífið,“ segir Marta.