Stundum er kvartað undan því að laun hér á landi séu lág og ganga einstaka háværir forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar jafnvel langt í tali um arðrán eða aðrar úreltar klisjur. Ný skýrsla KPMG um veitingageirann er athyglisvert innlegg í þessa umræðu og sýnir glöggt að í samanburði við nágrannalöndin eru laun hér ekki lág, heldur mjög há. Í skýrslunni eru til dæmis borin saman laun hér og í Svíþjóð, sem seint verður talið láglaunaland. Tvítugur starfsmaður hér á landi í fullu starfi í veitingageiranum fær 378 þúsund krónur á mánuði en í sama starfi með sama vinnutíma í Svíþjóð fengi hann 313 þúsund krónur.

Stundum er kvartað undan því að laun hér á landi séu lág og ganga einstaka háværir forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar jafnvel langt í tali um arðrán eða aðrar úreltar klisjur. Ný skýrsla KPMG um veitingageirann er athyglisvert innlegg í þessa umræðu og sýnir glöggt að í samanburði við nágrannalöndin eru laun hér ekki lág, heldur mjög há. Í skýrslunni eru til dæmis borin saman laun hér og í Svíþjóð, sem seint verður talið láglaunaland. Tvítugur starfsmaður hér á landi í fullu starfi í veitingageiranum fær 378 þúsund krónur á mánuði en í sama starfi með sama vinnutíma í Svíþjóð fengi hann 313 þúsund krónur.

Átján ára starfsmaður sem vinnur 88 tíma á mánuði fær 219 þúsund krónur hér, í Svíþjóð fengi hann 140 þúsund. Og rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um íslenskar krónur að ræða. Þegar launaþróun á síðustu árum er borin saman má sjá að laun í veitingageiranum hér hafa hækkað um 40% frá árinu 2014 en annars staðar á Norðurlöndum hefur hækkunin verið á bilinu 5% til 15%.

Þetta hefur haft þær afleiðingar að launahlutfall í veitingageiranum hefur farið úr um 35% árið 2014 í um 42% í fyrra og með þeim launahækkunum sem samið hefur verið um fer það að óbreyttu verðlagi upp í 52% eftir tvö ár.

Veitingageirinn stóð illa undir þessu fyrir kórónuveirufaraldurinn en eftir hann er augljóst í hvað stefnir. Ætlar verkalýðshreyfingin áfram að láta eins og henni komi þetta ekki við?