Warren Buffett
Warren Buffett — REUTERS
Þrátt fyrir að hafa skilað 30 milljarða dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi varð Berkshire Hathaway, félag Warrens Buffetts, fyrir verulegum skakkaföllum af völdum kórónuveirufaraldursins.

Þrátt fyrir að hafa skilað 30 milljarða dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi varð Berkshire Hathaway, félag Warrens Buffetts, fyrir verulegum skakkaföllum af völdum kórónuveirufaraldursins.

Í uppgjöri samsteypunnar, sem birt var á laugardag, kemur fram að tekjur drógust saman um 3% frá sama tímabili í fyrra.

Kórónuveirufaraldurinn og slæmt hvirfilbyljaár komu illa við tryggingarekstur samsteypunnar og varð mikill samdráttur hjá flugvélaíhlutaframleiðslu Precision Castparts sem Berkshire eignaðist árið 2016.

Reuters segir að á móti hafi komið mikil hækkun á hlutabréfaverði Apple sem myndar í dag um 46% af eignasafni Berkshire.

ai@mbl.is