Röð tónleika í Háskóla Íslands heldur áfram göngu sinni á miðvikudag, 11. nóvember, en þá mun ungsveitin Dymbrá koma fram í hátíðarsal aðalbyggingar kl. 12.15.
Röð tónleika í Háskóla Íslands heldur áfram göngu sinni á miðvikudag, 11. nóvember, en þá mun ungsveitin Dymbrá koma fram í hátíðarsal aðalbyggingar kl. 12.15. Tónleikunum verður streymt og salurinn tómur, utan tæknifólks og tónlistarmanna, og hægt verður að horfa á beint en einnig njóta síðar í upptökuformi. Streymi má nálgast á slóðinni livestream.com/hi/dymbra. Dymbrá vakti athygli á Músíktilraunum 2018 og skipa hana Nína Solveig Andersen, Eir Ólafsdóttir og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir.