Íslenska U21-árs karlalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við afar svekkjandi 2:1-tap gegn Ítalíu á Víkingsvellinum í gær í undankeppni EM. Ísland er áfram í 4.

Íslenska U21-árs karlalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við afar svekkjandi 2:1-tap gegn Ítalíu á Víkingsvellinum í gær í undankeppni EM. Ísland er áfram í 4. sæti riðilins með 15 stig og verður nú að vinna Írland úti á sunnudaginn með öllum tiltækum ráðum til að eiga möguleika á að komast á EM. Ítalir eru áfram efstir, nú með 19 stig, en Írland og Svíþjóð koma þar á eftir. Ísland átti að mæta Armeníu á Kýpur 18. nóvember en þeim leik hefur verið frestað vegna stríðsástandsins í Armeníu og er ólíklegt að hann geti farið fram. 26