— AFP
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sat eftir með sárt ennið í gær, þrátt fyrir hetjulega baráttu í Búdapest gegn Ungverjum.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sat eftir með sárt ennið í gær, þrátt fyrir hetjulega baráttu í Búdapest gegn Ungverjum. Heimamenn unnu 2:1, en þeir máttu hafa fyrir sigrinum, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á 10. mínútu. Litlu mátti muna að Íslendingar bættu við marki skömmu fyrir leikslok, en þess í stað svöruðu Ungverjar fyrir sig með tveimur mörkum á síðustu mínútunum. Hirtu þeir um leið farseðilinn á næsta Evrópumeistaramót, og var tapið því sannast sagna grátlegt. 26-27