Fé Heildareignir Kviku námu 114,7 milljörðum króna í lok tímabilsins.
Fé Heildareignir Kviku námu 114,7 milljörðum króna í lok tímabilsins.
Hagnaður Kviku banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam rúmlega 1,3 milljörðum króna. Það er 30% samdráttur á milli ára, en á sama tímabili í fyrra hagnaðist bankinn um 1,9 milljarða króna.

Hagnaður Kviku banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam rúmlega 1,3 milljörðum króna. Það er 30% samdráttur á milli ára, en á sama tímabili í fyrra hagnaðist bankinn um 1,9 milljarða króna.

Heildareignir Kviku banka námu 114,7 milljörðum króna í lok tímabilsins og jukust um 8,6% milli ára, en þær voru 105,6 milljarðar á sama tíma á síðasta ári.

Eigið fé samstæðu bankans nam í lok tímabilsins 17,8 milljörðum króna en það var 15,5 milljarðar á sama tíma árið 2019. Eiginfjárhlutfall Kviku banka er 26,9% að teknu tilliti til arðgreiðslustefnu.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu að rekstur bankans hafi gengið vel á tímabilinu. Segir Marinó sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig tekist hafi til þrátt fyrir mikla óvissu.

Bóluefni eflir bjartsýni

„Kvika er með sterkt eiginfjárhlutfall og lausafjárstaða bankans er langt fyrir ofan innri markmið bankans. Fjárhagslegur styrkleiki hefur verið mikilvægur á þessum óvissutímum. Fréttir vikunnar um að líklega styttist í bóluefni gegn Covid-19 gera mig enn bjartsýnni á framtíðina,“ segir Marinó einnig í tilkynningunni.

Þá segir hann að spennandi tímar séu í vændum því sterk staða bankans geri það að verkum að hann geti gegnt mikilvægu hlutverki í nauðsynlegri viðspyrnu hagkerfisins.

Í tilkynningunni segir einnig að viðræður um sameiningu Kviku og TM gangi vel, og vænta megi niðurstöðu á næstu vikum.