Minkahræ Dönsk stjórnvöld hugðust slátra öllum minkum vegna Covid.
Minkahræ Dönsk stjórnvöld hugðust slátra öllum minkum vegna Covid. — AFP
Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins lagði til í gær að aðildarríki sambandsins myndu auka skimanir gegn kórónuveirunni á minkabúum eftir að stökkbreytt afbrigði hennar fannst í Danmörku.

Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins lagði til í gær að aðildarríki sambandsins myndu auka skimanir gegn kórónuveirunni á minkabúum eftir að stökkbreytt afbrigði hennar fannst í Danmörku.

Sagði stofnunin þó að auknar smitvarnir fyrir starfsfólk og gesti búanna ættu að ráða við að hefta útbreiðslu afbrigðisins.

Stofnunin setti hins vegar ekki fram neinar ráðleggingar um hvort rétt væri að slátra minkum í forvarnarskyni, líkt og dönsk stjórnvöld fyrirskipuðu í síðustu viku.

Var stefnt að því að rúmlega 15 milljón minkum yrði slátrað, en ríkisstjórnin hætti svo við, þar sem lagagrundvöll skorti fyrir aðgerðinni.