[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Ísl enska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Englandi í Þjóðadeild UEFA hinn 18. nóvember og leikurinn mun fara fram á Wembley í London þrátt fyrir umræðu um annað. Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeild UEFA hinn 15.

* Ísl enska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Englandi í Þjóðadeild UEFA hinn 18. nóvember og leikurinn mun fara fram á Wembley í London þrátt fyrir umræðu um annað. Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeild UEFA hinn 15. nóvember og ferðast svo til Englands en ferðabann er frá Danmörku til Bretlandseyja vegna kórónuveirusmits sem upp kom í minkum í Danmörku.

Það hefur því verið í umræðunni að leikur Englands og Ísland myndi fara fram í Albaníu og jafnvel Þýskalandi.

Enska knattspyrnusambandið sótti um undanþágu frá breskum stjórnvöldum til þess að leikurinn gæti farið fram á Wembley og fékk knattspyrnusambandið það samþykkt í gær.

*Hinn 37 ára gamli Goran Pandev reyndist hetja Norður-Makedóníu þegar liðið heimsótti Georgíu á Boris Paichadze-völlinn í Tbilisi en hann skoraði eina markið í 1:0-sigri á 56. mínútu. Er þetta í fyrsta sinn sem Norður-Makedónía kemst í lokakeppni EM en landið var hluti af gömlu Júgóslavíu og tók þátt í nokkrum stórmótum undir fána hennar en síðasta stórmót Júgóslavíu í knattspyrnunni var HM 1990. Skotar og Slóvenar tryggðu sér einnig sæti í lokakeppninni á næsta ári ásamt Makedónum og Ungverjum.

* Arnór Ingvi Traustason , landsliðsmaður í knattspyrnu, greindist með kórónuveiruna en hann fór ekki með landsliðinu til Ungverjalands þar sem grunur lék á að hann gæti hafa smitast. Arnór sagði frá veikindum sínum í viðtali á Stöð 2 í gær. Sú ákvörðun að Arnór færi ekki með landsliðinu í leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi og leikina í Þjóðadeildinni sem eru framundan reyndist því skynsamleg.

* Joe Gomez , miðvörður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, meiddist illa á hné á æfingu enska landsliðsins á miðvikudag. Gekkst hann undir aðgerð í gær í London sem gekk vel eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá FC Liverpool. „Gomez gekkst undir aðgerð þar sem sinar í hné hans voru lagfærðar.“

*Englendingurinn Paul Casey tók forystuna í gær þegar Masters-mótið í golfi hófst í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Mótið er síðasta risamót ársins en er vanalega hið fyrsta á ári hverju. Það fer iðulega fram í apríl en var frestað á árinu vegna kórónuveirunnar og áhrifa hennar. Af þeim sem lokið höfðu leik þegar blaðið fór í prentun hafði Casey leikið best en hann átti frábæran hring. Skilaði inn skori upp á 65 högg og er á sjö höggum undir pari Augusta National-vallarins.

Casey er orðinn 43 ára og hefur aldrei sigrað á risamóti. Hann hefur hins vegar oft leikið mjög vel á Masters og hefur hafnað í 4. sæti á mótinu og þrívegis verið í 6. sæti. Sigurvegarinn í fyrra, Tiger Woods , lék á 68 höggum og hefur aldrei átt betri hring á fyrsta keppnisdegi Masters.