The Crown Drottningin býður í veislu á sunnudag.
The Crown Drottningin býður í veislu á sunnudag.
Fjórða sería af The Crown lendir á streymisveitunni Netflix á sunnudag. Umfjöllunarefni fjórðu seríunnar er ekki af verri endanum því núna fáum við loksins að kynnast prinsessu fólksins, Díönu prinsessu.

Fjórða sería af The Crown lendir á streymisveitunni Netflix á sunnudag. Umfjöllunarefni fjórðu seríunnar er ekki af verri endanum því núna fáum við loksins að kynnast prinsessu fólksins, Díönu prinsessu. Fyrstu þrjár seríurnar af The Crown hafa fengið mikið lof og ýmislegt hefur gengið á. Fjórða serían hefst árið 1974 og lýkur árið 1990. Þessi ár voru spennandi tímar í bresku konungsfjölskyldunni, við fáum ekki bara að kynnast Díönu sem Emma Corrin túlkar heldur fáum við líka að kynnast sonum hennar og Karls Bretaprins, Vilhjálmi og Harry. Þessi ár voru miklir umbrotatímar í Bretlandi og fáum við að skyggnast inn í samband Elísabetar II. Englandsdrottningar og forsætisráðherrans Margaret Thatcher sem Gillian Anderson túlkar. Óskarsverðlaunahafinn Olivia Colman sló í gegn í hlutverki drottningarinnar í þriðju seríunni og heldur væntanlega áfram að brillera í þeirri fjórðu. Falklandseyjastríðið, innbrotið í Buckingham-höll, konunglegt brúðkaup og konungleg jarðarför. Er hægt að biðja um eitthvað meira á þessum síðustu og verstu? Ég veit allavega að ég mun slökkva á símanum, draga fyrir glugga og hanga yfir The Crown á sunnudaginn.

Sonja Sif Þórólfsdóttir