Örn Arnarson
Örn Arnarson
Örn Arnarson, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, ræðir skapandi bókhald Ríkisútvarpsins í nýjasta pistli sínum. Þar segir hann að uppljóstranir um bókhaldsbrellur hjá ríkisstofnun hefðu einhvern tímann þótt fréttnæmar: „Ætla hefði mátt að hinn fjölmenni her rannsóknarblaðamanna á ríkismiðlinum hefði gert slíkum fréttum góð skil og ekki veigrað sér við að velta öllum steinum til að komast ofan í kjöl málsins.

Örn Arnarson, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, ræðir skapandi bókhald Ríkisútvarpsins í nýjasta pistli sínum. Þar segir hann að uppljóstranir um bókhaldsbrellur hjá ríkisstofnun hefðu einhvern tímann þótt fréttnæmar: „Ætla hefði mátt að hinn fjölmenni her rannsóknarblaðamanna á ríkismiðlinum hefði gert slíkum fréttum góð skil og ekki veigrað sér við að velta öllum steinum til að komast ofan í kjöl málsins.

Því er þó ekki fyrir að fara þegar kemur að stórfróðlegri 104 blaðsíðna skýrslu Fjölmiðlanefndar um starfsemi Ríkisútvarpsins sem birt var í síðustu viku.

Ekki múkk um það í fréttum Ríkisútvarpsins, engin afhjúpun í Kveik, ekki hósti í Silfrinu. En hvað með alla okkar margverðlaunuðu rannsóknarblaðamenn á Stundinni? Gáfumennin á Kjarnanum sem nærast á opinberum skýrslum? Skúbbmeistara Miðjunnar sem engu eira þegar sannleikurinn er annars vegar? Nei, þeir hafa ekki hnotið um fréttina enn.

Enginn fjölmiðill að Morgunblaðinu undanskildu hefur gert skýrslunni skil, en í henni kemur skýrt fram að ríkismiðillinn hafi þverbrotið þjónustusamning sinn við stjórnvöld með því að flokka verktakagreiðslur til starfsmanna sinna sem kaup á dagskrárefni frá sjálfstæðum og óskyldum framleiðendum.“

Hvað skýrir þessa æpandi þögn? Getur verið að fréttastofa Rúv. hafi ekki enn frétt af lögbroti eigin stofnunar eða tekur hún vísvitandi þátt í yfirhylmingunni?