Sérviska. A-Allir Norður &spade;432 &heart;D ⋄K109 &klubs;ÁKD743 Vestur Austur &spade;986 &spade;Á &heart;8653 &heart;ÁG109742 ⋄ÁDG ⋄62 &klubs;G98 &klubs;1052 Suður &spade;KDG1075 &heart;K ⋄87543 &klubs;6 Suður spilar 4&spade;.

Sérviska. A-Allir

Norður
432
D
K109
ÁKD743

Vestur Austur
986 Á
8653 ÁG109742
ÁDG 62
G98 1052

Suður
KDG1075
K
87543
6

Suður spilar 4.

Spilarar eru sérvitrir þegar kemur að langlitum. Til dæmis var allur gangur á því hvernig menn meðhöndluðu spil austurs í parasveitakeppninni á ocbl.org. Sumir opnuðu á 3, aðrir á 4, enn aðrir á 1 og einhverjir sögðu pass af því ekkert passaði! En hvernig sem allt veltist varð niðurstaðan þó yfirleitt 4 í suður. Sókn eða vörn?

Vörn, en hún þarf að vera nákvæm. Fyrst hjarta út upp á ás, svo annaðhvort lauf eða tígull til baka. Segjum lauf, og látum sagnhafa spila strax trompi um hæl. Þá kemur austur með tígul og innkoma blinds á tígulkóng er fjarlægð.

Cecilia Rimstedt missti af tækifæri sem sagnhafi á einu borðinu. Út kom hjarta og svo tígull upp á ás (mistök) og meiri tígull. Nú má vinna spilið með því að taka ÁKD og spila svo trompi! Cecilia spilaði hins vegar strax trompi og austur komst út á laufi.