Snjalltæki Mörg börn eyða miklum tíma í snjalltækjum.
Snjalltæki Mörg börn eyða miklum tíma í snjalltækjum. — Morgunblaðið/Hari
Öll vitum við sem notum snjalltæki og lifum hreinlega og hrærumst í stafrænum heimi, hversu mikil hvíld er í því að vera án þeirra, þá sjaldan það gerist og þá oftast óvart. Nú ætla Barnaheill að hvetja fólk til að prófa símalausan sunnudag á morgun 15.
Öll vitum við sem notum snjalltæki og lifum hreinlega og hrærumst í stafrænum heimi, hversu mikil hvíld er í því að vera án þeirra, þá sjaldan það gerist og þá oftast óvart. Nú ætla Barnaheill að hvetja fólk til að prófa símalausan sunnudag á morgun 15. nóvember. Yfirskrift átaksins er: „Upplifum ævintýrin saman“. Í tilkynningu frá Barnaheillum kemur fram að markmiðið sé „að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna. Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar. Óhófleg notkun á snjalltækjum getur m.a. haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar – samskiptin og nándin minnka því eitthvað annað stelur athyglinni.“ Barnaheill hvetja landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klst. (kl. 9-21). Með uppátækinu vilja Barnaheill minna okkur á þau ævintýri sem geta falist í samverustundum foreldra og barna þegar síminn er hvíldur um stund. Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna vinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send í dag, laugardag.