Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bókin Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur verður til umfjöllunar í dag í viðburðaröðinni Fjölskyldustund menningarhúsanna í Kópavogi og mun Bergrún lesa upp úr bókinni og ræða við Guðrúnu Láru Pétursdóttur bókmenntafræðing.

Bókin Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur verður til umfjöllunar í dag í viðburðaröðinni Fjölskyldustund menningarhúsanna í Kópavogi og mun Bergrún lesa upp úr bókinni og ræða við Guðrúnu Láru Pétursdóttur bókmenntafræðing. Fjölskyldustundirnar verða sendar út á Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi og Bókasafns Kópavogs og verða einnig aðgengilegir eftir að útsendingu lýkur. „ Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta – og þú sérð það líka um leið og þú lest það!“ segir á Facebook um bók Bergrúnar.

Bergrún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019 í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bók sína Langelstur að eilífu .