Jón Frímann Jónsson
Jón Frímann Jónsson
Eftir Jón Frímann Jónsson: "Það er léleg efnahagsstjórnun á Íslandi og það er að koma af stað verðbólgu og kjaraskerðingum hjá almenningi."

Á Íslandi er rekin afskaplega léleg efnahagsstefna. Í kreppuárum eins og árið 2020 ætlar sér að verða er notuð sú aðferð á Íslandi að láta gengi íslensku krónunnar sökkva hægt og rólega svo að hægt sé að auka hagnað nokkurra fyrirtækja á Íslandi í íslenskum krónum talið.

Það er staðreynd að með því að láta gengi íslensku krónunnar lækka eins og gert hefur verið fær almenningur á Íslandi á sig kjaraskerðingu og launin eru sjálfkrafa lækkuð hjá öllum almenningi með þessari aðferð. Þessi aðferð kemur einnig af stað verðbólgu í íslenska hagkerfinu þar sem kostnaður almennings hækkar í samræmi við lækkun íslensku krónunnar og kjörin rýrna á sama tíma.

Þetta er slæm stefna efnahagslega og kemur alltaf til með að lengja í íslensku kreppunni, valda fjöldagjaldþrotum hjá þeim sem eru með verðtryggð lán og skapa framtíðarefnahagsvanda á Íslandi næstu áratugina og það er farið að safnast hressilega í þann haug eftir hagstjórnarmistök síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokknum og síðan með Framsóknarflokknum og Vinstri grænum.

Það er alveg ljóst fyrir hvern þann sem nennir að skoða málin að það er ekki fært fyrir íslenskt samfélag að reka íslenska krónu án þess að setja almenning á hausinn að lágmarki einu sinni á rúmlega tíu ára fresti eins og hefur verið reynslan núna árið 2008 og síðan 2020. Þetta verður að hætta og kemur þar inn að hagsmunir almennings vega þyngra heldur en hagsmunir nokkurra smáfyrirtækja á Íslandi sem geta verið stór á Íslandi vegna þess að Ísland er pínulítið í Evrópu og ennþá minna þegar kemur að heiminum.

Það á ekki að fórna hagsmunum almennings á borði örfárra smáfyrirtækja á Íslandi. Það á einfaldlega ekki að vera í boði.

Höfundur er rithöfundur. jonfr500@gmail.com

Höf.: Jón Frímann Jónsson