Hryðjuverk Fimm ár eru frá mannskæðum hryðjuverkum í París.
Hryðjuverk Fimm ár eru frá mannskæðum hryðjuverkum í París. — AFP
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að efla öryggi með því að þétta ytri landamæri sambandsins. Ennfremur samþykktu þeir að herða þumalskrúfur þeirra sem dreifa öfgafullu ofbeldisefni á veraldarvefnum.

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að efla öryggi með því að þétta ytri landamæri sambandsins. Ennfremur samþykktu þeir að herða þumalskrúfur þeirra sem dreifa öfgafullu ofbeldisefni á veraldarvefnum.

Ráðherrarnir komu saman í framhaldi af nýlegum ódæðisverkum í Frakklandi og Austurríki til þess að auka og efla samstarf og eftirlit sambandsríkjanna með umsvifum hryðjuverkamanna.

„Við ítrekum þann ásetning okkar að gera allt sem hægt er til að vinna gegn hryðjuverkaógninni og hinum skelfilegu afleiðingum hennar,“ sagði í yfirlýsingu ráðherranna sem gefin var út þegar akkúrat fimm ár upp á dag voru liðin frá hryðjuverkaárásum í París sem kostuðu 130 manns lífið.

Ráðherrarnir sögðust vona að fyrir næstkomandi áramót yrði búið að samþykkja ný lög um eftirlit með dreifingu efnis á veraldarvefnum sem ætti að bjóða upp á mun hraðvirkari viðbrögð gegn hryðjuverkahættunni.

„Markmiðið er að gera kleift að mæla fyrir um lokun heimasíðna með ofbeldisefni innan við klukkustund eftir að þess verður vart,“ sögðu ráðherrarnir. Með því væri fengið fljótvirkt og skilvirkt vopn til gagnhryðjuverkastarfsemi. Þeir samþykktu einnig að byggður yrði upp samevrópskur öryggisgagnagrunnur.

„Yfirvöld þurfa að vitja hverjir koma inn á Schengen-svæðið og hverjir eru þar á ferð,“ sagði þýski innanríkisráðherrann.

agas@mbl.is