Rob Halford í sínu fínasta pússi á tónleikum.
Rob Halford í sínu fínasta pússi á tónleikum. — AFP
Reisn Rob Halford, söngvari Judas Priest, fær enn þá yfir sig svívirðingar annað veifið á netinu fyrir þær sakir að hann er samkynhneigður.
Reisn Rob Halford, söngvari Judas Priest, fær enn þá yfir sig svívirðingar annað veifið á netinu fyrir þær sakir að hann er samkynhneigður. Halford, sem kom út úr skápnum 1998, var spurður að því í þætti í kanadíska ríkisútvarpinu hvort hann læsi þessar athugasemdir. „Já, ég geri það,“ svaraði hann. „Það er mikilvægt upp á að vita að fólk af þessu tagi sé enn þá til. Og ég ýti því ekki frá mér, heldur býð því faðminn og spyr: Við skulum ræða hvers vegna þér líður svona! Maður verður að hafa samúð og vera reiðubúinn að spjalla, sama hversu erfitt það er. Þannig getur maður hjálpað.“