Valgeir Guðjónsson hefur samið lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas Hallgrímsson, „Hraun í Öxnadal“, og hljóðritað það með sveit sinni, Tóneyki Valgeirs.
Valgeir Guðjónsson hefur samið lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas Hallgrímsson, „Hraun í Öxnadal“, og hljóðritað það með sveit sinni, Tóneyki Valgeirs. Lagið samdi Valgeir í tilefni sjö ára afmælis menningarhússins Hannesarholts, þegar leitað var til hans um að semja lag við ljóð eftir Hannes og valdi hann þetta ljóð þar sem Hannes hyllir Jónas. Upptakan á laginu var síðan gerð nú í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem er á mánudaginn kemur. Valgeir syngur lagið með Vigdísi Völu dóttur sinni.