Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1933, dóttir Jóns Sveinssonar útgerðarmanns og Magneu Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1953.

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1933, dóttir Jóns Sveinssonar útgerðarmanns og Magneu Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1953.Um haustið, sama ár, giftist hún samstúdent sínum, Ingva Matthíasi Árnasyni, og þau áttu sex börn. Ingibjörg vann við þýðingar og blaðamennsku auk þess að sinna börnum og búi.

Ingibjörg byrjaði að skrifa ástarsögur og síðan myndskreyttar barnabækur. Saga hennar, Músabörn í geimflugi, var sett á svið í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Ferðin til Limbó. Þetta var í fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið setti upp leikrit eftir íslenska konu, og eins var bókin ein af fyrstu vísindaskáldsögunum hérlendis. Ingibjörg var einnig mikilvirkur þýðandi og þýddi ástar- og spennusögur, m.a. fyrstu þrjátíu bækurnar um Ísfólkið eftir Margit Sandemo, sem voru mjög vinsælar á þeim tíma. Einnig þýddi hún bókina Farmer Giles of Ham eftir J.R.R. Tolkien sem kom út árið 1979 undir nafninu Gvendur bóndi á Svínafelli.

Ingibjörg lést 25. desember 1986.