Ólafur Arnalds
Ólafur Arnalds
Ný plata Ólafs Arnalds, Some kind of peace , sem kom á markað fyrir viku, stökk beint í 17. sæti breska vinsældalistans, en er það í fyrsta skipti sem plata með tónlist hans fer inn á topp 40-listann þar í landi.

Ný plata Ólafs Arnalds, Some kind of peace , sem kom á markað fyrir viku, stökk beint í 17. sæti breska vinsældalistans, en er það í fyrsta skipti sem plata með tónlist hans fer inn á topp 40-listann þar í landi.

Þá valdi ein framsæknasta útvarpsstöð Bretlands, BBC 6 Music, Some kind of peace sem plötu dagsins og hin þekkta plötubúð Rough Trade valdi hana sem plötu mánaðarins.

Gagnrýnendur margra breskra miðla hafa fjallað um plötuna og lofað gripinn, sagt tónlistina til að mynda afar fagra, viðkvæmnislega og hugvekjandi.

Í tilkynningu frá Öldu Music segir að góður árangur plötunnar á vinsældalistanum, með ósunginni nýklassískri tónlist, veki athygli. Þar keppir hún meðal annars við tónlist listamanna á borð við Billie Eilish, Elton John og Harry Styles.