Sextugir Jón L. Árnason og Margeir Pétursson á góðri stund.
Sextugir Jón L. Árnason og Margeir Pétursson á góðri stund. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tveir félagar úr baráttunni fagna 60 ára afmæli á þessu ári. Margeir Pétursson náði áfanganum 15. febrúar sl. og í gær, 13. nóvember, varð Jón L. Árnason sextugur.

Tveir félagar úr baráttunni fagna 60 ára afmæli á þessu ári. Margeir Pétursson náði áfanganum 15. febrúar sl. og í gær, 13. nóvember, varð Jón L. Árnason sextugur. Það liggur í augum uppi að á löngum tíma hafa þeir marga hildi háð en jafnframt átt góða samvinnu. Framan af var Margeir meira í sviðsljósinu en haustið 1976 og allt árið 1977 geystist Jón L. fram, fyrst með því að sigra á Haustmóti TR, verða svo Íslandsmeistari 16 ára gamall, þá Norðurlandameistari unglinga og loks heimsmeistari pilta 16 ára og yngri. Það mót fór fram í franska bænum Cagnes sur Mer við Miðjarðarhafið og meðal keppenda voru Garrí Kasparov og Nigel Short. Margeir var aðstoðarmaður hans.

Við athugun á skákum Jóns frá mótinu sýnist mér að sú mikla vinna sem hann innti af hendi mánuðina fyrir keppni hafi skilað þessum árangri. Fyrir næstsíðustu umferð hafði hann ½ vinnings forskot á næstu menn og jók það með sannfærandi sigri í 10. umferð. Eftir það dugði stutt jafntefli í lokaumferðinni og Íslendingar eignuðust sinn fyrsta heimsmeistara:

HM ungmenna 16 ára og yngri; 10. umferð

Jón L. Árnason – Santo Roman (Frakklandi)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 Bg5 12. Rc2 Hb8 13. Be2 0-0 14. 0-0 Be6 15. Dd3 f5 16. Bf3 Dc8 17. Had1 f4?

Jón L. tefldi afbrigði Svesnikovs sjálfur með svörtu. Hann vissi að þetta er alltaf hæpinn leikur.

18. De2 Bd8 19. h3 Hb7 20. Hd3 g5 21. Bg4!

Þessi uppskipti treysta yfirburði hvíts.

21. ... Bxg4 22. Dxg4 Dxg4 23. hxg4 Rb8 24. b4 Kf7 25. Hfd1 Kg6 26. c4 bxc4 27. Hc3 a5 28. a3 axb4 29. axb4 h5 30. gxh5+ Kxh5

- Sjá stöðumynd 1 -

31. Ra3!

Snyrtilega teflt. Svartur ræður ekkert við riddarana.

31. ... Bb6 32. Rxc4 Bd4 33. Hh3+ Kg6 34. Rxd6 Ha7 35. Rf5 g4 36. Rde7+ Kg5 37. Hhd3 Hf7 38. Rc8 Ha1 39. Hxd4! exd4 40. Hxa1

– og svartur gafst upp.

Þremur árum eftir Frakklandsævintýrið sátu þeir Jón L. og Margeir hlið við hlið í viðureign Íslands við stórlið Hollendinga á Ólympíumótinu á Möltu. Þrátt fyrir u.þ.b. 100 elo-stiga mun unnu Íslendingar 2½:1½. Meðalaldur þeirra liðsmanna Íslands, sem tefldu nær allar skákirnar undir liðsstjórn Inga R. Jóhannssonar, var 20 ár og þetta var fyrsti sigur þessa hóps yfir stórþjóð í skákinni. Margeir lagði sitt lóð á vogarskálarnar:

Ólympíumótið í Valetta 1980; 13 umferð:

Hans Ree – Margeir Pétursson

Tarrasch-vörn

1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 Rc6 5. Bg2 Be7 6. 0-0 0-0 7. e4 d5 8. cxd5 exd5 9. e5 Re4 10. He1 Bf5 11. d3 Rxc3 12. bxc3 d4 13. c4 Dd7 14. Db3 Hab8 15. Bf4 Be6 16. Db5 Dd8!

Einfalt og snjallt. Hvíta drottningin hrekst til baka því að 17. Hab1 má svara með 17. ... Rb4! sem hótar 18. ... a6.

17. Db1 a6 18. h4 b5 19. Rg5 Bxg5 20. Bxg5 Dc7 21. Dc1 Rxe5 22. Bf4 f6 23. Bxe5 fxe5 24. f4 bxc4 25. Hxe5 Bf7 26. dxc4 Hb4 27. Bf1 Dc6 28. Dd1 Bxc4 29. Bg2 Dd6 30. Hc1 d3!

Í fljótu bragði virðist þessi leikur ekki ganga upp en annað kemur á daginn.

31. Hxc4 Hxc4 32. Bd5+ Kh8 33. Bxc4 Dd4+ 34. Kg2 Dxc4 35. Db3 Dxb3 36. axb3 Hd8 37. He1 d2 38. Hd1 a5 39. Kf2 a4! 40. bxa4 c4

– og Ree gafst upp. Hann ræður ekki við frípeðin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is