Steinunn Björnsdóttir línumaður.
Steinunn Björnsdóttir línumaður.
Forráðamenn evrópska handboltasambandsins hafa tilkynnt um frestun á öllum riðlum í forkeppni HM kvenna.

Forráðamenn evrópska handboltasambandsins hafa tilkynnt um frestun á öllum riðlum í forkeppni HM kvenna.

Fyrirhugað var að íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hæfi leik í Norður-Makedóníu í byrjun desember og myndi spila þar þrjá leiki en þeim hefur nú verið frestað.

Leikið í mars

Áætlað er að leikirnir þrír fari fram dagana 17.-19. mars á næsta ári. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands kemur fram að helstu ástæður frestunarinnar séu allar tengdar faraldrinum vegna kórónuveirunnar.

Þannig séu flugsamgöngur takmarkaðar í Evrópu, undirbúningur sé erfiður þar sem reglur um æfingar og keppni eru mismunandi á milli landa, auk þess sem mikil áhætta sé fólgin í því að fá allt að 100 manns víðsvegar að úr Evrópu á sama staðinn og viðhalda þar sóttvörnum. Þá sé alltaf hætta á frestun vegna smita sem greinast á leikstað.

gunnaregill@mbl.is