Úrbóta þörf Dæmi úr skýrslunni þar sem aðgengi farþega er mjög slæmt.
Úrbóta þörf Dæmi úr skýrslunni þar sem aðgengi farþega er mjög slæmt. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu samgöngustjóra og borgarhönnunar um að átak verði gert í úrbótum á strætóstoppistöðvum í borginni.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu samgöngustjóra og borgarhönnunar um að átak verði gert í úrbótum á strætóstoppistöðvum í borginni.

Ítarleg úttekt á ástandi og aðgengi fyrir alla á stoppistöðvum Strætó í Reykjavík, unnin af umhverfis-og skipulagssviði í samráði við ÖBÍ sumarið 2020, liggur nú fyrir. Sýnir hún að í langflestum tilvikum er ástandið ekki gott.

Í úttektinni voru skoðaðar 556 stoppistöðvar strætisvagna. Tvennt var metið, aðgengi og yfirborð stoppistöðvanna. Aðgengi var metið mjög gott og gott í einungis fjórum tilvikum og yfirborð mjög gott og gott í 11 tilvikum. Aðgengi var metið slæmt og mjög slæmt í í 514 tilvikum og yfirborð slæmt og mjög slæmt í 525 tilvikum.

Í skýrslunni eru birt dæmi með ljósmyndum um góðar og slæmar stoppistöðvar. Í einu dæmanna um mjög slæmt aðgengi eru helstu athugasemdir úttektaraðila: Biðpallur ekki tengdur gangstétt. Kantur lágur og hátt uppstig í vagn. Eina gönguþverunin nálægt er án niðurtektar og endar í girðingu. Tímatöflustandur hallur frá lesanda.

Í tillögunni er lagt til að umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík og hagsmunaaðila, verði falið að vinna aðgerðaáætlun á grundvelli úttektarinnar. sisi@mbl.is