— Morgunblaðið/Eggert
Hvaðan ertu og hvað ertu að gera á Íslandi? Ég er frá Nýja-Sjálandi. Ég var hér á ferðalagi fyrir tíu árum og hitti maka minn á degi tvö. Ég hef verið hér síðan. Við erum gift og eigum tvo drengi. Ertu dansari? Já, og danshöfundur.
Hvaðan ertu og hvað ertu að gera á

Íslandi?

Ég er frá Nýja-Sjálandi. Ég var hér á ferðalagi fyrir tíu árum og hitti maka minn á degi tvö. Ég hef verið hér síðan. Við erum gift og eigum tvo drengi.

Ertu dansari?

Já, og danshöfundur. Ég hef unnið við það hér af og til og dansa oft á Menningarnótt, á viðburðum og hátíðum og víðar. Svo kenni ég dans, eins og Bollywood-dans.

Hvernig byrjaðir þú í Bollywood-dansi?

Ég hef lært klassískan indverskan dans síðan ég var tveggja ára en ég á ættir að rekja til Indlands. Þessi klassíski dans er mjög formlegur og líkist helst ballet. Seinna fór ég að læra Bollywood-dans.

Hvernig dans er Bollywood-dans?

Bollywood-dans er blanda af vestrænum, austrænum og

indverskum dansi. Það er hiphop, það er jazz. Þessi dans er mjög leikrænn og mikið um svipbrigði. Maður tjáir sig mikið með andlitinu, alls konar tilfinningar. Þetta er eins og leikhús.

Geta allir dansað Bollywood?

Auðvitað! Allir geta lært Bollywood-dans. Fólk kemur bara í leikfimifötum og við byrjum alltaf með upphitun sem er Bollywood-zumba. Svo verður dansinn flóknari. Þetta er svaka skemmtilegt og góð brennsla.

Ertu með ný námskeið á næstunni?

Nei, vegna Covid höfum við þurft að fresta námskeiðum en þau byrja vonandi aftur í janúar. En í staðinn ætla ég að bjóða upp á Zoom-tíma frá og með mánudeginum.