The Liberator Einstök saga í nýrri umgjörð.
The Liberator Einstök saga í nýrri umgjörð.
Oft og tíðum fer óhemjumikill tími í að velja hvað eigi að horfa á þegar sest er í sófann. Vandamálið getur hins vegar verið úr sögunni þessa helgina þar sem Netflix hefur kynnt til leiks hálfleiknu og hálfteiknuðu þættina The Liberator eða Frelsarinn.

Oft og tíðum fer óhemjumikill tími í að velja hvað eigi að horfa á þegar sest er í sófann. Vandamálið getur hins vegar verið úr sögunni þessa helgina þar sem Netflix hefur kynnt til leiks hálfleiknu og hálfteiknuðu þættina The Liberator eða Frelsarinn. Í óhefðbundinni umgjörð bjóða þættirnir upp á grípandi atburðarás.

Handritið er ritað af Jeb Stuart en hann byggir það á bókinni The Liberator: One World War II Soldier's 500-Day Odyssey eftir Alex Kershaw, en hann byggir skrif sín á sögu 157. hersveitar 40. herdeildar Bandaríkjahers á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Það sem þótti einstakt við sveitina er að hún var saman sett af mönnum sem alla jafna myndu ekki umgangast hver annan vegna þeirrar aðskilnaðarstefnu sem var við lýði í heimahögunum í Oklahóma. Koma við sögu amerískir frumbyggjar, Mexíkóar og hvítir Bandaríkjamenn.

Sveitin barðist í fremstu víglínu í 500 daga, allt frá Sikiley þar til þeir að lokum frelsuðu fólkið sem enn var á lífi í útrýmingarbúðunum í Dachau. Tók 157. hersveitin m.a. þátt í sögufrægu orrustunum um Anzio og Ardennes.

Þættirnir eru vel leiknir og framsetning til fyrirmyndar og verður að taka fram að þótt teiknað sé, eru þessir þættir ætlaðir fullorðnum. Frelsari helgarinnar er mættur og kemur hann teiknaður.

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Höf.: Gunnlaugur Snær Ólafsson