Anna Lóa í Hamingjuhorninu ræddi við þau í morgunþættinum Ísland vaknar um vinskap. Þar útskýrir hún hvernig hægt sé að líkja vinskap við tré. „Sumir vinir eru eins og laufblöð, þeir bara fjúka í burtu, þeir koma og þeir fara.
Anna Lóa í Hamingjuhorninu ræddi við þau í morgunþættinum Ísland vaknar um vinskap. Þar útskýrir hún hvernig hægt sé að líkja vinskap við tré. „Sumir vinir eru eins og laufblöð, þeir bara fjúka í burtu, þeir koma og þeir fara. Aðrir eru svolítið eins og greinarnar á trjánum, þær kannski bogna svolítið og sveigjast til og frá og svo kemur mikið álag og þá brotna þær, en skilja samt eftir sig ákveðinn lærdóm. Svo eru aðrir vinir sem eru bara eins og ræturnar. Þú getur hringt í þá hvenær sem er og þarft ekki að hafa áhyggjur af því þó þú hafir ekki heyrt í þeim lengi, þú veist nákvæmlega hvað þið hafið.“ Viðtalið við Önnu má nálgast á K100.is.