Líf á markaði Aðeins ein íbúð er óseld á Hverfisgötu 94-96.
Líf á markaði Aðeins ein íbúð er óseld á Hverfisgötu 94-96. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Íslenska leigufélagið Heimavellir mun skipta um nafn og nefnast Heimstaden Iceland, gangi áætlanir eiganda þess, Fredensborg AS, eftir á nýju ári.

Stefán E. Stefánsson

Baldur Arnarson

Íslenska leigufélagið Heimavellir mun skipta um nafn og nefnast Heimstaden Iceland, gangi áætlanir eiganda þess, Fredensborg AS, eftir á nýju ári. Samkvæmt upplýsingum sem kynntar hafa verið lífeyrissjóðum og öðrum sjóðastýringarfyrirtækjum hér á landi stefnir nýr eigandi Heimavalla að því að fjölga leigueignum í sinni eigu úr 1.500 í 3-4 þúsund á komandi árum og byggja þannig upp rekstrarlega hagkvæmt félag. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af og þekkingu á starfsemi sem þessari og félag sem er í meirihlutaeigu þess á yfir 100 þúsund íbúðir sem það leigir út á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Er heildarvirði eignasafnsins metið á ríflega 2.100 milljarða króna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að félagið kynni nú fyrirætlanir sínar hér á landi í ljósi þess að til greina komi að fjármagna frekari uppbyggingu að einhverjum hluta með útgáfu skuldabréfa í íslenskum kr.

Gengur á lagerinn í miðbænum

Alls hafa um 140 íbúðir selst á þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur síðan í febrúar og er þá meðal annars Hlíðarendi undanskilinn.

Með því hafa um 520 íbúðir selst á þessum reitum síðan haustið 2017.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir vaxtalækkanir gera fleirum kleift að kaupa nýjar íbúðir. 22