Risi Annar af tveimur skúlptúrum Xavier Veilhan í Vårberg í Stokkhólmi.
Risi Annar af tveimur skúlptúrum Xavier Veilhan í Vårberg í Stokkhólmi. — AFP
Stærðarinnar skúlptúr eftir franska listamanninn Xavier Veilhan sést hér á mynd, annar af svokölluðum Vårberg-risum sem nú má sjá í Vårberg, einu af úthverfum Stokkhólms í Svíþjóð.

Stærðarinnar skúlptúr eftir franska listamanninn Xavier Veilhan sést hér á mynd, annar af svokölluðum Vårberg-risum sem nú má sjá í Vårberg, einu af úthverfum Stokkhólms í Svíþjóð. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í hverfinu og varð Veilhan hlutskarpastur en hann hefur gert fjölda útilistaverka víða um heim og á langan feril að baki sem myndlistarmaður. Samkeppnin var hluti af endurbótaverkefni sem nefnist Fokus Skarholmen.

Risarnir tveir eru samsettir úr 89 steypueiningum sem málaðar eru himinbláar og mynda saman mannverur. Þyngstu einingarnar eru um sex tonn og skúlptúrarnir því engin smásmíði.