Melrakki Kjálkabein úr íslenskum refum, fjólublá litabreyting til hægri.
Melrakki Kjálkabein úr íslenskum refum, fjólublá litabreyting til hægri. — Ljósmynd/Julian Ohl
Árið 2007 uppgötvaðist í fyrsta sinn fjólublá litabreyting í beinum í íslenskum ref. Liturinn kom aftur fram árið 2013 og svo á hverju ári síðan. Á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður kl. 15.

Árið 2007 uppgötvaðist í fyrsta sinn fjólublá litabreyting í beinum í íslenskum ref. Liturinn kom aftur fram árið 2013 og svo á hverju ári síðan. Á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður kl. 15.15 í dag fjallað um þessa litabreytingu og tíðni hennar, sem Julian Ohl, umhverfis- og auðlindafræðingur, kallar íslensku ráðgátuna.

Í fyrirlestrinum fjallar Julian um meistaraverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands sem hann vann að hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í verkefni Julians voru fjólublá kjálkabein í íslenskum refum í fyrsta sinn tekin til mælinga og kortlögð, að því er segir í ágripi á heimasíðu NÍ.

Búa á strandsvæðum

Í ljós kom að fjólublái liturinn tengdist hvorki veiðiaðferð né meðhöndlun við geymslu hræja eða hreinsun beina. Refir með litabreytinguna reyndust búa á strandsvæðum og fá megnið af fæðu sinni úr hafinu. Flest dýrin voru frá Vestfjörðum, einkum úr Súðavíkurhreppi.

Orsök litabreytinganna var ekki rannsökuð. Engu að síður voru þrjár mögulegar orsakir lagðar til grundvallar og þær ræddar: (1) umhverfismengun, (2) litarefni þörunga frá Drangajökli sem berast í fæðukeðjuna og (3) litarefni úr kræklingaskel. aij@mbl.is