Eitt hundrað ár eru í dag liðin frá andláti Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds Íslendinga, og hefur Flóra menningarhús á Akureyri með stuðningi Menningarsjóðs Akureyrar látið gera myndskeið þar sem Vilhjálmur B.
Eitt hundrað ár eru í dag liðin frá andláti Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds Íslendinga, og hefur Flóra menningarhús á Akureyri með stuðningi Menningarsjóðs Akureyrar látið gera myndskeið þar sem Vilhjálmur B. Bragason fjallar um Matthías sem leikritaskáld og þýðanda. Matthías var áhrifaríkur í nærsamfélaginu og mótandi persónuleiki í samfélagsþróun Akureyrar á sinni tíð og fólksins í kringum hann. Myndskeiðið var tekið upp á degi íslenskrar tungu í fyrradag í Sigurhæðum á Akureyri, húsi Matthíasar og Guðrúnar eiginkonu hans, og verður því miðlað á Youtube, Facebook og Instagram frá og með deginum í dag. Í undirbúningi er annað myndskeið í svipuðum dúr sem mun birtast í byrjun desember. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir mun í því fjalla um Matthías sem jafnræðissinna og talsmann kvenfrelsis.