Taylor Swift
Taylor Swift
Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hefur staðfest fréttir þess efnis að tónlistarútgefandinn Scooter Braun hafi selt master-upptökur að fyrstu sex breiðskífum hennar fjárfestingarsjóði.
Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hefur staðfest fréttir þess efnis að tónlistarútgefandinn Scooter Braun hafi selt master-upptökur að fyrstu sex breiðskífum hennar fjárfestingarsjóði. Þetta kemur fram á vef dagblaðsins The Guardian en tímaritið Variety greindi fyrst frá þessu. Talið er að upptökurnar séu a.m.k. 300 milljóna dollara virði enda frumupptökur. Swift skrifaði á Twitter að þetta væri í annað sinn sem verk hennar væru seld án hennar vitneskju en litlir kærleikar munu vera með þeim Swift og Braun. Swift samdi við útgáfufyrirtækið Big Machine árið 2004 sem fól í sér að fyrirtækið myndi eiga master-upptökur að fyrstu sex plötum hennar og borgaði fyrir þær. Braun keypti fyrirtækið í fyrra og þar með útgáfuréttinn að fyrstu sex plötum Swift sem hann hefur nú selt fyrir fúlgur fjár.