Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Meirihlutinn í borgarstjórn felldi í gær tillögur sjálfstæðismanna um aðgerðir til viðspyrnu vegna veirukreppunnar. Þær fólu m.a.

Meirihlutinn í borgarstjórn felldi í gær tillögur sjálfstæðismanna um aðgerðir til viðspyrnu vegna veirukreppunnar. Þær fólu m.a. í sér frestun fasteignaskatta á fyrirtæki ferðaþjónustu, borgargjöf til landsmanna, stuðning við húsnæðisuppbyggingu og byggingariðnað, stofnun ráðgjafartorgs fyrir fólk í vanda og að skólabörn nytu matarþjónustu óháð skerðingu skólahalds.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafði einn orð fyrir meirihlutanum og sagði tillöguna gerða af góðum hug en borgin væri með betri svör í vinnslu. Minnihlutinn andæfði því, aðgerða væri þörf og þyldu enga bið. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að börn væru send svöng heim úr skóla. Ekki þýddi að segja málið vera í vinnslu í borgarkerfinu.