Ívar Pálsson
Ívar Pálsson
Ívar Pálsson viðskiptafræðingur ritar á blog.is: „Helsti andstæðingur jákvæðrar byltingar í notkun nýorkubíla á Íslandi er borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, Dagur & Co. Nú þegar þannig bílar seljast æ betur, setja andstæðingarnir fulla orku í það að taka vegina undir annað næstu áratugina og láta okkur öll þar að auki borga ótrúlega blóðpeninga fyrir þau 4-5% sem nýta munu kerfið, svokallaða Borgarlínu.

Ívar Pálsson viðskiptafræðingur ritar á blog.is: „Helsti andstæðingur jákvæðrar byltingar í notkun nýorkubíla á Íslandi er borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, Dagur & Co. Nú þegar þannig bílar seljast æ betur, setja andstæðingarnir fulla orku í það að taka vegina undir annað næstu áratugina og láta okkur öll þar að auki borga ótrúlega blóðpeninga fyrir þau 4-5% sem nýta munu kerfið, svokallaða Borgarlínu.

Nú, árið 2020 fóru nýskráningar nýorkubíla yfir 50% allra fólksbíla í fyrsta sinn í Íslandssögunni og stefna hærra. En sá vöxtur fær snöggan endi um leið og framkvæmdir við Borgarlínu hefjast, enda standa nýju nýorkubílarnir jafnkyrrir og gamlir dísiljálkar í hundraða bíla röð á einu akreininni sem eftir verður við hliðina á tómu strætólínunni. Það væri við hæfi að Dagur borgarstjóri og ídealista- elítan hans fengi að aka á Borgarlínu-rásinni með sérmerki eins og ráðamenn í Sovét forðum, svo að við almenningur í biðröðunum gæti séð hver ræður þessari dæmalausu vitleysu.

Hvað þarf til, svo að fólk neiti að verða meðvirkt í Borgarlínu- ruglinu? Segið því stjórnmálafólki sem þið ætlið að kjósa að þetta gangi ekki upp. Fáið skýr svör frá hverjum og einum, sem skýla sér bak við óskýrar nefndir og flokka. Hreint út, styður þú Borgarlínuna eða ekki? Þar dugir ekkert Þorgerðar-Katrínar Reykás-svar, já-nei-jú-en-þó-ekki-já-alveg.

Fyrir mitt leyti segi ég afgerandi NEI við Borgarlínunni en JÁ við nýorkubíla-byltingunni!“