Þorgeirskirkja við Ljósavatn.
Þorgeirskirkja við Ljósavatn. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ORÐ DAGSINS: Ég er góði hirðirinn
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 22. nóvember verður streymt á Facebook-síðu kirkjunnar frá helgistund í kirkjunni. Streymið hefst kl. 11.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Hafsteinn Þórólfsson mun annast söng.

Sunnudagskólinn verður í streymi á Facebook-síðu kirkjunnar. Hefst hann kl. 9.30. Umsjón er í höndum Ástu Jóhönnu Harðardóttur og Hólmfríðar Frostadóttur. Undirleikari er Stefán Birkisson.

HALLGRÍMSKIRKJA | Helgistund sunnudag kl. 11 á vef Hallgrímskirkju, www.hallgrimskirkja.is.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna ástandsins mun messa falla niður sunnudaginn 22. nóvember. En við bendum á heimahöfn kirkjunnar sem er ohadisofnudurinn.is.

SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á Facebook-síðu Seltjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sigurður Vignir Jóhannsson syngur. Svana Helen Björnsdóttir og Sæmundur Þorsteinsson lesa ritningarlestra og bænir. Sveinn Bjarki Tómasson er tæknimaður. Bænastund í streymi á Facebook-síðu Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12.

(Jóh. 10)

(Jóh. 10)

Höf.: (Jóh. 10)